DV fjallar í dag um viðskipti Birgis Þórs Runólfssonar, dósents í hagfræði, og Sparisjóðs Keflavíkur. Birgir fékk ofurlán hjá þessum einkennilega sparisjóði gegn afskaplega litlum tryggingum. Síðan tók hann sæti í stjórn sparisjóðsins. Ef marka má frétt DV eru þessi lán í sérstökum félögum – og því vafasamt að þau verði greidd til baka.
Birgir er varamaður í bankaráði Seðlabankans og hefur verið einn helsti boðberi frjálshyggju á Íslandi. Frjálshyggjan gerir ráð fyrir því að markaðurinn hegði sér skynsamlega. Ein gagnrýni sem hefur komið fram á frjálshyggjuna hin síðari ár gengur út á að hún geri ekki ráð fyrir svindli.