fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Jarðsögutímabil mannsins

Egill Helgason
Fimmtudaginn 2. júní 2011 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsíðugrein nýjasta heftis The Economist nefnist Welcome to the Anthropocene. Þar er fjallað um þær kenningar að við séum komin inn í nýtt tímabil í jarðsögunni, tímabil mannsins. Gjörðir mannanna hafi semsagt svo mikil áhrif á jörðina – jafnvel þótt þessi tegund hafi í raun ekki verið uppi í langan tíma ef mælt er í jarðsögunni.

Þessu til stuðnings eru nefndir ýmsir hlutir. Meðal annars loftslagsbreytingar, mannkynið gefur frá sér svo mikið af kolttvísýringi að jörðin nær ekki að vinna úr því,  sú staðreynd að minna set rennur út í heimshöfin vegna þess að stórar ár hafa verið virkjaðar, það að lífkerfi jarðarinnar þjóna manninum í síauknum mæli – dýra- og plöntutegundunum sem fjölgar eru þær sem eru notaðar í hinum stórtæka landbúnaði sem setur mark sitt á jörðina. Þar er mestur lífmassinn. Aðrar dýrategundir og jurtategundir eru á undanhaldi. Uppskerurnar verða stöðugt einsleitari.

Þessi landbúnaður byggir á brennslu lífræns eldsneytis, á vísindalegum aðferðum við ræktun dýra og plantna og á geysilegri notkun tilbúins áburðar. Áburðurinn sem er úr nitri flæðir út um náttúruna og veldur því meðal annars að við strandlengjur myndast dauð svæði þar sem þörungagróður sem nærist á nitri tekur völdin.

economist+anthropocene

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi