fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Leiðin vestur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. júní 2011 01:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eiginlega fáránlegt að segja að maður eins og ég, sem hef ekki lifað nema hálfa öld, hafi séð tímana tvenna.

En stundum finnst manni það samt. Mér var hugsað til þess í dag að þegar ég var drengur var varla til malbikaður vegarspotti utan Reykjavíkur.

Ég var í sveit vestur í Dölum. Það var keyrt í rútu fyrir Hvalfjörðinn. Vegurinn var skrykkjóttur og holóttur. Svo var stoppað í Botnsskála og þar fengu börnin eitthvað í gogginn, en fullorðna fólkið birgði sig upp af tóbaki og harðfiski.

Lyktirnar af þessu blönduðust svo saman í rútunni uns börnin voru orðin græn í framan af bílveiki.

Ég man að systir mín gubbaði einu sinni á rútubílstjóra á leiðinni vestur – það var þegar við vorum rétt komin niður Bröttubrekku. Leiðin þar yfir var alltaf skelfileg. Hún var ekki nógu fljót út úr bílnum.

Á þessum tíma tók ferðalagið meira en fimm tíma. Nú er hægt að bruna í Dalina frá Reykjavík á rétt rúmlega tveimur tímum og allt á malbiki. Ég fór þessa leið í gær, í fyrsta skipti í langan tíma. Það sem manni fannst áður langt og stórt virkar núna stutt og fremur smátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi