fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Innantómt tal

Egill Helgason
Þriðjudaginn 31. maí 2011 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

27 þjóðir Evrópu eru aðilar að Evrópusambandinu og nokkrar þjóðir bíða inngöngu.

Þarna eru lýðræðisríki eins og Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Frakkland, Bretland, Þýskaland, Holland, Belgía – og svo má lengi telja.

Það að vilja ganga í Evrópusambandið er ekki trúarbrögð hvað sem formaður Framsóknarflokksins segir, slíkt er bara innantómur frasi.

Og það er heldur ekki trúarbrögð að vera á móti því. Það er nefnilega hægt að finna góð rök fyrir því að ganga í ESB en það er líka hægt að finna góð rök fyrir því að vera á móti. Þetta byggir á mati á því hvar Íslendingar telja hagsmunum sínum best borgið og hvar við teljum okkur eiga heima í veröldinni.

Allt mun það væntanlega skýrast betur þegar aðildarsamningur liggur fyrir – sem nú er sagt að geti orðið seinnipartinn á næsta ári. Eins og ég hef sagt áður mun sá dagur renna upp, því aðildarviðræðum verður varla slitið úr þessu – ekki einu sinni þótt tæki við ný ríkisstjórn.

Pressan hefur þetta eftir Sigmundi Davíð:

„að Samfylkingin væri tilbúin til að skipta út krónunni eða gera hvað sem er annað til að ganga í sambandið“.

Ja, það væri skelfileg vá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi