Ég tók eftir því þegar ég fór til útlanda í fyrrasumar að fólk var almennt hætt að tala um efnahagshrun og Ísland í sömu andrá. Í staðinn vissu allir um eldgosið sem hafði truflað flugsamgöngur í heiminum.
Nú eru þau orðin tvö eldgosin sem hafa fengið ógurlega mikið pláss í heimsfréttunum – að sumu leyti meira en efni standa til miðað við hvað þessar náttúruhamfarir hafa þó valdið litlum skaða.
Og nú segir Economist að eldgosin hafi haft góð áhrif á ímynd Íslands. Það sé betra að vera frægur fyrir magnaða (og hættulega) náttúru en fyrir að vera Wall Street á túndrunni.