Því er haldið fram í stríðsfyririrsögn í Morgunblaðinu í dag að endurreisn bankanna kosti ríkið 406 milljarða. Þetta er víðs fjarri þeim tölum sem hingað til hefur verið haldið fram.
Fjármálaráðuneytið mótmælir þessu í fréttatilkynningu og segir að frétt Moggans sé vitleysa.
Nú er þetta ekki eitthvað sem maður fer að reikna heima hjá sér, svo – hverjum á maður að trúa? Er kannski vísvitandi verið að rugla í fólki? En hver þá?