fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Lars í grænum sokkum

Egill Helgason
Föstudaginn 27. maí 2011 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lars Christiansen, danskur hagfræðingur, hefur þótt hafa mikla vigt í íslenskri umræðu síðan hann spáði fyrir um efnahagshrunið hér.

Lars birtist í viðtali í Frjálsri verslun í grænum sokkum, með grænt bindi og grænan klút í brjóstvasanum.

Hann segir að einkavæðing íslensku bankanna hafi ekki verið mistök.

Og jú, vissulega má færa rök fyrir því að bankar á Íslandi voru settir í einkahendur furðu seint – líka miðað við það sem gerðist í hinni sósíaldemókratísku Skandinavíu. Þar var reyndar nokkur hefð fyrir stórum einkabönkum, sem minna var af hér.

En þegar bankarnir voru loks einkavæddir á Íslandi var það gert með hefðbundnu klíkusniði þar sem þessum gæðum var útdeilt til manna sem voru handvaldir af valdamönnum þess tíma. Í siðuðu samfélagi myndi slíkt teljast glæpsamlegt.

Og fimm árum síðar voru þessir bankar komnir rækilega á hausinn – og drógu þjóðarbúið með ofan í djúpið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi