fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Kiljan á Siglufirði og Akureyri

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. mars 2011 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kiljan í kvöld gerist aðallega norður í landi, á Siglufirði og Akureyri.

Á Siglufirði skoðum við gamala hús Hjálpræðishersins sem á sér afar merkilega sögu. Þar hittum við líka Pál Helgason sem flytur okkur kvæði sem hann orti á tíma útrásarinnar – það má segja að þetta sé eins konar spásögn um þá braut sem íslenska þjóðin var að feta.

Á Akureyri hittum við Margréti Guðmundsdóttur sagnfræðing. Hún segir okkur frá gagnmerkri bók eftir sig. Það er Saga hjúkrunar á Íslandi. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þetta er mikil örlagasaga og fjallar ekki bara um hjúkrunarkonur og hjúkrunarfræðinga, heldur um heilbrigðismál og sjúklingana sem þjáðust meðal annars af holdsveiki og berklum.

Þar hittum við líka Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, hótelstjóra og fyrrverandi bæjarstjóra, sem segir okkur frá uppáhaldsbókunum sínum. Sigrún er í leshring á Akureyri – það er hópur kvenna sem les bækur, hittist og ræðir þær.

Þorgerður E. Sigurðardóttir og Haukur Ingvarsson fjalla um skáldsögu Steinunnar Jóhannesdóttur sem nefnist Heimanfylgja  og Píslarvotta án hæfileika eftir Kára Tulinius.

Bragi er á sínum stað í lok þáttarins.

IMGP3920wsÆvintýrlega fögur mynd af Siglufirði í Norðurljósum sem er að finna á vef Herhússins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi