fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Kommissar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. mars 2011 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn eins og Baldur Guðlaugsson eru til í öllum flokkum. Hann er maður sem hefur aldrei setið á Alþingi eða verið sérstaklega sýnilegur en öðlast mikil völd og áhrif í gegnum flokkstengsl sín.

Baldur hefur gengt því sem kallast „trúnaðarstörf“ fyrir flokk sinn. Það þýðir að hann var settur í alls konar nefndir og ráð – hann er lögfræðingur eins og títt er um svona menn en um leið uppalinn í flokk sínum og á svæðinu í kringum hann. Öll hans upphefð kemur í raun þaðan.

Hann er það sem kallast á útlensku kommissar. Flokksmaður. Eins og ég segi – svona menn eru í öllum flokkum.

Flokksforystan fór að reiða sig á Baldur í ýmis konar snatt sem þótti mikilvægt – loks var traustið svo mikið að hann var dubbaður upp sem ráðuneytisstjóri. Þar var hann kominn langt út fyrir það sem hann réð við. En það skiptir ekki máli í kerfinu eins og það hefur virkað – frá sjónarhóli flokksins var hann réttur maður á réttum stað.

Og þegar íslenska efnahagskerfið fór að hrynja var líka kallað í Baldur. Það var af gömlum vana – þeim datt bara ekki í hug að það gæti verið góð hugmynd að hringja í hæfari mann.

Nú get ég ekki lagt mat á hvort Baldur verður dæmdur fyrir hin meintu innherjaviðskipti. Málið lítur ekki vel út fyrir hann – en hann er afsprengi íslenska stjórnmálakerfisins og það er víst að mörgum mun þykja erfitt að dæma hann.

Ekki síst gömlum félögum í Hæstarétti. Eins og kerfið hérna hefur verið byggt upp er nánast hending að Baldur skuli ekki vera í Hæstarétti sjálfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi