fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Illugi, ég og Tíminn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. mars 2011 17:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hóf feril minn í blaðamennsku á Tímanum. Þetta var í byrjun maí 1981. Ég var 21 árs. Starfsferill minn í fjölmiðlum byrjaði snemma.

Já, hjálp, ég á 30 ára starfsafmæli í vor!

Á Tímanum var ég með Illuga Jökulssyni vini mínum.

Við Illugi vissum hvor af öðrum í Melaskóla, lentum saman í bekk í Hagaskóla.

Urðum vinir, vorum í strákaklíku í M-bekknum  þar sem voru meðal annarra Sveinn Yngvi Egilsson prófessor í bókmenntum, Skúli Gautason leikari og Jóni Atli Árnason læknir.

Og svo heldum við áfram í annarri klíku í MR, droppuðum þaðan út báðir – og vorum staddir á Tímanum vorið 1981. Kornungir, en með nokkurt sjálfsálit.

Við skrifuðum Helgar-Tímann, höfðum sérskrifstofu fyrir okkur. Frammi var hin almenna ritstjórn, blaðið var á þessum árum í Síðumúla. Þar var Páll Magnússon fréttastjóri, Gunnar Trausti Guðbjörnsson útlitshönnuður og ungir blaðamenn eins og Agnes Bragadóttir, Friðrik Indriðason og Kristinn Hallgrímsson.

Elías Snæland Jónsson var ritstjóri og Þórarinn Þórarinsson hinn ritstjórinn. Þar voru tengsl við gamla tíma í Framsóknarflokknum – Þórarinn skrifaði sína leiðara, saga hans í flokknum náði aftur fyrir stríð. Hann hafði ritara sem skrifaði upp leiðarana sem hann ritaði með bleki.

Helgar-Tíminn hafði ákveðna sérstöðu því við Illugi fengum að gera það sem við vildum. Margir veltu fyrir sér hvernig í ósköpunum þetta blað ætti að höfða til bænda – ég er viss um að þeir hafa haft áhuga á fleiru en dáttarvélum og Framsóknarflokknum – en fyrst og fremst varð þetta um tíma eins konar kúltblað meðal ungs fólks í Reykjavík.

Þarna var skrifað um pönkið og nýbylgjuna í tónlist sem reis hæst á þessum árum, Bubba Morthens, Pollock-bræðurna og Utangarðsmenn, kvikmyndaeldhugann Friðrik Þór Friðriksson og svo ýmislegt um bækur og söguleg efni. Jú, þetta var fjarska menningarlegt, hvorki ég né Illugi höfðum nokkurn áhuga á stjórnmálum á þessum árum.

Svo var þarna framhaldssaga sem við sömdum um smákrimma í Reykjavík sem við kölluðum Alfreð Alfreðsson.

Illugi hafði aðeins meira úthald en ég – ég hætti sumarið 1982. Illugi nokkru síðar. Þetta var ein tilraunin til að gera Tímann tímabæran – nokkrum árum síðar tók ég þátt í annarri tilraun. Þá var Tíminn endurskírður og kallaður NT eða NúTíminn. Það mistókst líka.

Hvers vegna ég er að skrifa þetta?

Jú, Illugi vinur minn er að skrifa pistla með sögulegu ívafi á Eyjuna undir heitinu Tíminn. Einhverjir menn út í bæ hafa risið upp og vilja ekki að hann noti nafnið, hóta lögfræðingum.

Það er eiginlega skítt – því með þessu er Illugi einfaldlega að sýna ræktarsemi við þetta gamla og merka blað sem lagði því miður upp laupana 1996. Hann tengist því – rétt eins og ég og annað fólk sem starfaði á Tímanum.

Og ég er viss um að hann myndi skila nafninu aftur ef einhver vill nota það sem á betra tilkall til þess.

Tíminn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“