fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Þversögnin við kjarnorkuna

Egill Helgason
Mánudaginn 14. mars 2011 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn hafa áhyggjur af kjarnorkuverum í Japan eftir jarðskjálftann mikla. Og í framhaldi af því hefst væntanlega angistarfull umræða um hættuna sem er fylgjandi notkun kjarnorku.

Það er líklegt að sú umræða verði tilfinningaþrungin mjög. En staðreyndin er sú að notkun kjarnorku hefur valdið sáralitlum skaða í heiminum.

Í heimi þar sem hlýnun loftslags er talin ein mesta váin er kjarnorkan bæði umhverfisvæn og öflug.

Ýmsir vísindamenn hafa fært rök fyrir því að ekki sé nein raunhæf leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda án þess að nota kjarnorku. Fólk sem áður tók þátt í herferðinni sem nefndist No Nukes hefur sumt skipt um skoðun. Hér er til dæmis grein eftir vistfræðinginn James Lovelock þar sem hann segir að kjarnorka sé eina lausnin á þessum vanda.

Allri orkunotkun fylgja einhver óæskileg áhrif. Við vitum að mengun frá kolum og olíu er stórskaðleg. Eiturefni koma meira að segja upp þegar við notum jarðhita.

Hins vegar hefur ríkt ákveðin bannhelgi á þeirri skoðun að kjarnorka sé góð. Við óttumst hana – hún er að einhverju leyti dularfull og í huga fólks er hún tengd kjarnorkusprengjum. En í landi eins og Frakklandi koma 75 prósent raforkunnar frá kjarnorkuverum, það hefur nýlega verið sett fram áætlun um nýja kynslóð kjarnorkuvera. Frakkar flytja út orku til annarra Evrópulanda.

James Lovelock hefur tekið dæmi um þettta:

Annars vegar um fjölskyldu sem býr hundrað kílómetrum fyrir neðan hina gríðarlegu Yangtse stíflu í Kína og hins vegar fjölskyldu sem býr hundrað kílómetra undan vindi frá Tsjernóbýl – sem  versta dæmi um verstu tegund af kjarnaorkutækni.

Ef stíflan brestur myndi milljón manna farast, kannski tugir milljóna. Þegar sprenging var í kjarnorkuverinu í Tsjernóbýl og kvíknaði síðan í því, dreifðust geislavirk efni um stóran hluta Úkraínu og nálægra ríkja. Margir virðast halda að tugir þúsunda ef ekki milljónir hafi dáið vegna Tsernóbyl, Lovelock segir að það séu ekki fleiri en sjötíu og fimm – hin síðari ár hefur farið fram mikið endurmat á hinum raunverulegu heilsufarsafleiðingum slyssins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi