Uppáhaldsþátturinn minn í grísku sjónvarpi heitir Stin ygeia mas – eða einfaldlega Okkar skál.
Þarna kemur fólk saman, borðar, drekkur vín, syngur og dansar. Tónlistin er aðalmálið – stundum tekur gleðin öll völd eins og í þessu myndskeiði þar sem ungir og gamlir syngja saman.
Lagið heitir Ah Ellada s´agapo – það er óður til Grikklands.
Söngvarinn, þessi sjarmerandi gamli maður, er líka höfundur lagsins. Hann hét Manolis Rasoulis, var krítverskt söngvaskáld, rithöfundur og blaðamaður sem fannst látinn í íbúð sinni í Þessaalóníki í gær. Hann lætur eftir sig lög sem margir kunna – og líka texta við lög annarra höfunda eins og Manos Loizos sem er nánast goðsagnakennd persóna í Grikklandi.
En andinn í þessu myndbroti fangar vel gríska lífsgleði – lagið byrjar, fólkið syngur með, svo fara sumir að dansa og loks er það farið að henda blómum. Og þetta má gera í sjónvarpsstúdíói.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=zz-JHUKClhY&feature=related]