Ég sé að í skoðanakönnun er Jón Gnarr talinn heiðarlegastur stjórnmálamanna.
Það þarf ekki að koma á óvart, hann er nýgræðingur í bransanum. Kom heldur ekki úr gamla flokkakerfinu.
Annars þarf ekki mikið meira til að líta út eins og heiðarlegur stjórnmálamaður en að játa einstöku sinnum að maður viti ekki allt, viðurkenna jafnvel mistök, skipta aðeins um skoðun, þykjast ekki hafa alveg öll svörin.
En það er merkilegt hvað þetta reynist mörgum stjórnmálamönnum erfitt. Þeir geta jafnvel farið í gegnum heilan feril sem er varðaður mistökum – án þess að viðurkenna nokkurn tíma að þeim hafi orðið á í messunni.
Einkennilegt starf – já, og mannskemmandi að sumu leyti.