Morgunblaðinu er dreift í hús í Reykjavík í morgun – og greinilega til fleiri en áskrifenda.
Þetta er eitthvert sérkennilegasta eintak af dagblaði sem hefur sést á Íslandi, því þar sem venjulega væru fréttaljósmyndir eru auglýsingar frá Símanum.
Auglýsingarnar eru semsagt inni í miðjum fréttunum og meira að segja á forsíðu blaðsins.
Svona er þetta út allt blaðið – og eiginlega alveg furðulegt á að líta.
Jú, svo er líka auglýsing inni í leiðaranum! En þó ekki inni í minningargreinunum…