Ég hjó eftir litlum hlut í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Þetta hljómar svo í fréttinni eins og hún birtist á Vísi.
„Robert Tchenguiz var langstærsti lántakandi Kaupþings banka. Við hrun bankans námu útlán til hans tveimur milljörðum evra, jafnvirði 320 milljarða króna. Bresk refsilöggjöf er nokkuð ólík hegningarlögunum íslensku, en samkvæmt heimildum fréttastofu eru stjórnendur Kaupþings grunaðir um brot á ákvæðum sem eru skyld umboðssvikum í almennum hegningarlögum, þ.e þeir eru taldir hafa misnotað aðstöðu sína til lánveitinga til Tchenguiz með tilheyrandi tjóni fyrir hluthafa og kröfuhafa bankans.“
Hvernig er það – eru þá engin lög á Íslandi sem banna að allir peningarnir í banka séu lánaðir einkavinum?