Ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni að fótbolti eins og hann stundaður á alþjóðavísu sé býsna úrkynjaður.
Örfá stórlið stjórna öllu og geta keypt hvaða leikmenn sem þau vilja.
Þegar lið sem alltaf tróna á toppi deildanna mæta liðum sem alltaf sitja á botninum er munurinnn býsna stór:
Allur leikmannahópur botnliðsins kostar álíka mikið og ein tá á leikmönnum toppliðsins.
Það kemur þó einstöku sinnum fyrir að toppliðin tapa. Þá gleðst maður yfirleitt, því það er varla hægt að halda með toppliðunum í fótboltanum.
Þau eru vörumerki eins og Kók og Pepsi, Nike og Adidas.
En í hvert skipti sem topplið tapar heyrist mikið ramakvein í fjölmiðlunum og oft stendur það í marga daga. Þessar fréttir eru samviskusamlega fluttar hingað upp á Frón.
Það var allt dómaranum að kenna!