fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Ráðherra skiptir um skoðun

Egill Helgason
Þriðjudaginn 8. mars 2011 00:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson er einn af þeim sem hefur talað harðast gegn svonefndum „forvirkum rannsóknarheimildum“ lögreglu.

Þetta orðfæri er náttúrlega samansett til að fegra athæfið – í rauninni þýðir þetta að það er haldið uppi njósnum um fólk sem hefur ekki framið glæpi, eða allavega ekki enn.

Þetta er leiðinda orðaleppur.

En Ögmundur var alveg harður gegn þessu í stjórnarandstöðu og þegar hann tók við embætti dómsmálaráðherra var hann líka mjög efins.

Málið er enda upprunnið hjá Birni Bjarnasyni og svo var því framhaldið af Rögnu Árnadóttur sem einmitt starfaði náið með Birni í dómsmálaráðuneytinu.

En Ögmundur vildi samt ekki. Ekki fyrr en nú að hann er búinn að vera innan um ráðuneytisfólk og lögreglumenn í hálft ár.

Hann vill þó ekki játa að hafa skipt um skoðun, heldur segir sögu af handrukkurum. Sögur af þessu tagi eru varla neitt nýjabrum.

Stuðningsmannakjarni Ögmundar er þó varla sérlega hrifinn af forvirku rannsóknarheimildunum.. Þegar menn eru farnir að stunda svoleiðis er oft erfitt að vita hvenær á að stoppa. Og svo er spurningin hverjum á að fylgjast með?

Varla nokkur vill bera í bætifláka fyrir vélhjólagengi, ofbeldismenn sem merkilegt nokk er sífellt verið að fjalla um í fjölmiðlum eða þá sem stunda mansal. En í Bretlandi gengu þeir skrefinu lengra og fóru að beita forvirkri rannsóknarvinnu á hópa umhverfisverndarsinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni