Kaþólska kirkjan er mjög nútímaleg stofnun.
Nú, árið 2011 eftir Krists burð, 66 árum eftir Helförina, hefur hún komist að þeirri niðurstöðu að gyðingar beri ekki ábyrgð á dauða Jesú.
Þetta kemur meira að segja fram í heilli bók eftir páfann.
Sumir myndu segja að þetta sé tímabær niðurstaða – en svo myndu aðrir kannski segja að þetta sé alveg ga ga.
Svona málar Marc Chagall krossfestinguna. Jesú er með klæði eins og gyðingur. Og málarinn sjálfur var líka gyðingur.