Breski stórleikarinn Bill Nighy skrifar grein í Guardian og leggur út af fleygum orðum Mervyns King, seðlabankastjóra Bretlands. King sagði að hann væri undrandi að fólk væri ekki reiðara en það er – og að fólk sem hefði ekkert gert af sér þyrfti að bera kostnaðinn af fjármálakreppunni þegar í raun væri fjármálakerfið í City sem ætti sökina.
Vegna kreppunnar hafa skuldir Bretlands hækkað um 40 prósent.
Nighy hefur verið talsmaður fyrir svokallaðan Hróa hattar skatt – hugmyndin er að leggja örlítinn skatt, 0,05 prósent, á hvern fjármálagjörning sem telja má spákaupmennsku og færa féð til þeirra sem þurfa það – fátæks fólks og stofnana sem annars hefðu orðið fyrir niðurskurði.
Þetta gengur ekki betur en svo að bankamenn halda áfram að greiða sér feita bónusa.
Grein Nighys er full af réttlætiskennd – ég mæli með henni.