Ég sat á fundi í dag þar sem var meðal annars rætt um norræna módelið.
Það er frekar vinsælt nú um stundir, ólíkt því sem hefur stundum verið, líklega vegna þess að Norðurlönd hafa staðið betur af sér kreppuna en almennt gerist.
Hægri menn komast til valda í Skandinavíu, sitja lengi við völd, en reyna samt ekki að breyta samfélagsgerðinni.
En þetta er svosem ekki mjög flókið.
Byggir aðallega á sköttum, því að fá borgarana til að greiða helming tekna sinna í skatt og helst með sæmilega glöðu geði.