fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Sögurnar í Land Rover, ljóð á Sigló og þýðingar á þýsku

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. mars 2011 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni í kvöld förum við norður á Siglufjörð – um göngin frá Akureyri – sem einn viðmælenda okkar á Sigló sagði að væru eins og búlevarður.

Við tókum upp talsvert af efni á Siglufirði, en sýnum nú fyrsta hlutann. Þar fjöllum við um ljóðasetur sem hefur verið sett á stofn í húsi sem hallar skemmtilega og hittum forstöðumann setursins, Þórarin Hannesson, og Pál Helgason sem er ljóðmæltur og gamansamur með afbrigðum.

Emily Lethbridge er ung kona frá Englandi. Hún hefur próf í norrænum fræðum frá háskólanum í Cambridge. Hún er komin til Íslands á stórri Land Roverbifreið og ætlar að ferðast um, lesa Íslendingasögurnar á söguslóðum þeirra, blogga og skrifa bók. Emily kemur á bílnum stóra í þáttinn.

Við tölum líka við Kristof Magnússon. Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Þjóðverji, leikritaskáld og skáldsagnahöfundur, en fæst líka við að þýða íslenskar bækur á þýsku. Meðal verka sem hann hefur þýtt eru Grettis saga, Íslenskur aðall og verk eftir Einar Kárason. Hallgrím Helgason og Sigurbjörgu Þrastardóttur.

Páll Biering les ljóð úr bók sem nefnist Speglarnir á leiðinni.

Þorgerður E. Sigurðardóttir og Haukur Ingvarsson fara á bókamarkað, en Bragi sýnir fágætan grip sem gæti verið eftir Bólu-Hjálmar.

Axel+1

Land Rover bíll Emily Lethbridge í snjónum á Íslandi. Bíllinn var áður hersjúkrabifreið. Blogg Emily má finna með því að smella hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni