Það er kannski ekki bara Jóhönnu og Steingrími að þakka að hér hafa verið gerðar smá úrbætur varðandi skipun dómara. Það hefur nefnilega verið vitað að ráðningaferlið hefur verið meingallað, sjálfur forsetinn hefur bent á það, og sama má finna í umsögn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá því í fyrra en þar er rætt um hvort Ísland uppfylli skilyrði varðandi lýðræðislega stjórnarhætti. Í umsögninni stendur:
„Iceland is a parliamentary republic with deeply rooted traditions of representative democracy. Its institutions are effective and respect the limits of their competences. Iceland’s constitutional and legal order is stable. The rule of law and respect for human rights are guaranteed. The Icelandic authorities need to make further efforts to strengthen the independence of the judiciary, especially regarding the procedure for judicial appointments. Mechanisms to prevent conflicts of interest need to be strengthened. Overall the Commission considers that the country satisfies the political criteria set by the Copenhagen European Council in 1993.“