Það er Hollywood sem hefur kennt heimsbyggðinni að segja fuck.
Allir kunna að segja fuck og motherfucker og það er allt í boði draumaverksmiðjunnar. Ég man að maður heyrði þessi orð fyrst á áttunda áratugnum, það var einfaldlega vegna þess að farið var að nota þau í kvikmyndum sem var bannað áður.
Börn fara að segja fuck undireins og þau kunna að tala – jafnvel þótt þau hafi ekki ensku að móðurmáli.
Það eru gerðar kvikmyndir og sjónvarpsþættir þar sem er nánast ekkert sagt nema fuck.
Svo verður einhverjum kvenmanni á að segja fuck á Óskarsverðlaunahátíðinni og þá þarf hún að biðja auðmjúklega afsökunar.