fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Fögnuður í Egyptalandi

Egill Helgason
Föstudaginn 11. febrúar 2011 18:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mubarak segir af sér og það er fagnað og fögnuðurinn er smitandi.

En varaforsetinn Suleiman er ekki sérlega geðslegur fýr – hann er sagður hafa starfað í pyntingaklefum.

Herinn á að taka þátt í að þróa landið í átt til lýðræðis.

Herinn er langsterkasta aflið í Egyptalandi líkt og í fleiri ríkjum í Miðausturlöndum. Hann hefur verið bakhjarl einræðis Mubaraks.

En hann vill líka halda uppi góðum samskiptum við Vesturlönd.

Það er dásamlegt hvað þessi bylting hefur farið friðsamlega fram – friðsamir mótmælendur hafa hrakið harðstjóra af veldisstóli.

Þetta er auðveldara á tíma sjónvarps, internets og fésbókar.

En þetta eru óvissutímar. Fordæmið frá Íran 1979 er víti til varnaðar. Þar gerðu ýmis öfl uppreisn gegn keisaranum, á endanum voru harðlínu íslamistar búnir að útrýma þeim sem voru ekki á sama máli og þeir eða hrekja þá úr landi.

Það eru vonir bundnar við El Baradei Nóbelsverðlaunahafa. Hann virðist vera líklegasta forsetaefnið. En fátæktin í landinu er skelfileg og atvinnuleysið líka, ekki síst meðal ungs fólk sem býr í borgum og á erfitt með að finna tilgang með lífi sínu. Kaíró er ógnarstór og að sumu leyti ógnvænleg borg, eins og borgir í þriðja heiminum þar sem hefur orðið mannfjöldasprenging síðustu áratugina.

Og svo er spurning hvort verður hægt að ná einhverju af milljarðaþýfinu af Mubarak og fjölskyldu hans?

20110211_109004043_w

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“