fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Úr Sjálfstæðisflokknum í Framsókn?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. febrúar 2011 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður les á netsíðum Sjálfstæðismanna sem eru argir vegna afstöðu forystunnar til Icesave III að nú sé kominn tími til að halla sér að Framsókn.

Þar sé fólk sem standi í lappirnar, svosem Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson. Þá er óskað eftir því að formaðurinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, taki eindregnari afstöðu á móti ESB.

Bak við þetta fólk stendur gamli formaðurinn, Guðni Ágústsson nokkuð þétt. Hann er í góðu talsambandi við Hádegismóa og hefur meiri áhrif í Framsókn en flesta grunar.

Þessum pælingum fylgir að ESB-armurinn í flokknum sé veikur. Guðmundur Steingrímsson hafi lítið bakland þrátt fyrir ætterni sitt og að Siv Friðleifsdóttir sé að leita að starfi fyrir utan stjórnmálin.

Það væri að sönnu áhugaverð niðurstaða þessara hræringa ef Framsóknarflokkurinn myndi eflast á kostnað Sjálfstæðisflokksins og yrði jafnvel þungamiðjan í baráttunni gegn Evrópusambandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið