Þjóðin er forviða þegar hún meðtekur upplýsingar um spillinguna í kringum Sparisjóð Keflavíkur.
Og það er einkennilegt að sá eini sem hefur þurft að gjalda fyrir málið er ólánsamur verkalýðsforingi sem var í stjórn Sparisjóðsins.
Í ljósi þess eru gárungar farnir að gera orðalagsbreytingar í frægu kvæði um Suðurnesjamenn.
Ein línan hljómar þá svo:
„Fast þeir sóttu sjóðinn.“