fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Erfitt verkefni formanns Sjálfstæðisflokksins

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. febrúar 2011 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er varla sannleikanum samkvæmt að það sé stór viðsnúningur hjá Bjarna Benediktsyni að samþykkja Icsave. Eftir síðustu ófarir í málinu talaði hann um að þyrfti að semja upp á nýtt, það var skipuð samninganefnd þar sem stjórnarandstaðan hafði sína trúnaðarmenn. Það er semsagt ekki hægt að segja að Bjarni hafi verið andsnúinn samningum í sjálfu sér.

Átökin í Sjálfstæðisflokknum eru býsna hatrömm. Formaður flokksins er að sumu leyti í ómögulegri stöðu. Hann verður að halda flokknum saman – þar eru á öðrum vængnum menn sem vilja ekkert samstarf við ríkisstjórnina, vilja helst skaða hana sem mest, hafa ímugust á Samfylkingunni, mega ekki heyra minnst á ESB og finnst Icesave vera pólitískt vopn sem gott er að eiga. Úr þessum röðum heyrast raddir um að nú þurfi að gera Davíð Oddsson að formanni aftur.

Á hinum vængnum er fólk sem getur vel hugsað sér að gera málamiðlanir við stjórnina – líka Samfylkinguna –  og telur annað hvort að Ísland eigi heima í ESB eða að rétt sé að láta reyna á samningaviðræður.

Það er hugsanlega hægt að halda megninu af flokknum saman í baráttu gegn breytingum á kvótakerfinu og gegn skattahækkunum. En þegar ESB er annars vegar útheimtir það geysilega jafnvægislist hjá formanninum. Ef hann hefði ákveðið að fara þá leið að hafna Icesave í þessari umferð er hætt við að hinn síðarnefndi hópur flokksmanna hefði nánast gefist upp. Hann er að hugsa sér til hreyfings, en þetta aftrar brottför hans.

Harðlínumennirnir eru hins vegar mjög reiðir. Þeir munu hins vegar fæstir fara úr flokknum af þessu tilefni – í fyrsta lagi bera þeir ógurlega lotningu fyrir nafni Sjálfstæðisflokksins og í öðru lagi er vígstaða þeirra miklu sterkari innan flokks en utan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin