Oddur Ólafsson, lesandi síðunnar sem er staddur á Írlandi, sendi þennan pistil.
— — —
Ég er staddur á Írlandi og þeir tala um daginn í dag sem Black Thursday.
Þeir eru með aukafréttaskýringaþátt þessa stundina á RTÉ ONE þar sem fréttakona var að sauma hressilega að fjármálaráðherranum fyrir alla peningana sem þeir þurfa að setja í að bjarga bönkunum.
Hún sagði að á Írlandi væri versta stjórn í heimi og að hvergi væri efnahagurinn verri.
Hann mótmælti og svaraði því til að hlutirnir væru verri á Íslandi.
Hún benti á að það stæði til að ákæra ráðherra á Íslandi en hann taldi að enginn ráðherra hefði brotið af sér hér á Írlandi.
Það er áhugavert að sjá þetta og bera saman hliðstæðurnar og það sem er öðruvísi. Þið á RUV ættuð að skoða þetta.