fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Salvör: Botnlaust og siðblint

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. september 2010 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salvör Gissurardóttir skrifar bloggpistil þar sem hún leggur meðal annars út af leiðara Morgunblaðsins í dag – hún kallar hann „botnlausan og siðblindan“. Í greininni segir meðal annars.

— — —

„Það er ömurlegt að lesa Morgunblaðið í dag. Það sem hefur gerst er að þingnefnd sem skipuð var eftir bankahrunið til að koma með tillögur um viðbrögð þingsins  lagði til að fjórir yrðu ákærðir og rökstuddi hvers vegna. Í meðförum þingsins var hins vegar greidd atkvæði svo að einungis einn verður ákærður þ.e. forsætisráðherra, sá sem mesta ábyrgð hafði. Hvað er að því?

Leiðarinn í Morgunblaðinu í dag er ótrúlega vondur og skrifaður af heift og blindni á aðstæður. Það er eins og einhvers konar ofsóknir á hendur þeim  Samfylkingar- og Framsóknarþingmönnum sem greiddu atkvæði með því að Geir yrði kallaður fyrir Landsdóm.  En hvað er að því að kalla Geir fyrir dóm? Er það verra en að ákæra 9-menningana fyrir að hafa verið í hópi þeirra þúsunda sem gerðu aðsúg að Alþingishúsinu í Búsáhaldabyltingunni?  Af hverju má ekki ákæra æðsta mann í stjórnsýslu, mann sem var við völd þegar bankarnir féllu? Vissulega hefðu bankarnir fallið, hjá því var ekki komist en af hverju var á tímabilinu 2006 til 2008 haldið áfram á fullu stími í fáránlegum skrípaleik, hvers konar stjórnvöld leyfa svoleiðis?

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er látið að því liggja að Samfylkingin hafi svikið með því að hanna ekki atkvæðagreiðsluna þannig að Geir rétt slippi við kæru. Þetta fréttamat Morgunblaðsins segir allt um á hvaða róli það blað er og hvernig atkvæðagreiðslu voru bara ritúall til að friða almenning og eins konar sýningar. Gervilýðræði. Nú vill Mogginn og Sjálfstæðismenn hefnd, rista á hol þá þingmenn sem ekki kusu eins og hefði komið Sjálfstæðisflokknum best.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi