Það virðast vera fjórir þingmenn Samfylkingarinnar sem réðu úrslitum um að Geir Haarde verður settur fyrir landsdóm en ekki aðrir ráðherrar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Helgi Hjörvar og Skúli Helgason.
Þau greiddu atkvæði með því að Geir þyrfti að standa reikningsskil fyrir dómi en ekki Ingibjörg Sólrún.
Þegar úrslit í atkvæðagreiðslunni eru nú ljós stendur eftir sú spurning hvort ekki hefði verið heiðarlegast að þau færu öll fyrir dóm?
Eða ekkert þeirra?
Geir sat reyndar samfellt í ríkisstjórnum frá 1998 – og átti sinn þátt í einkavæðingu bankanna. En enn hljóta menn að spyrja – hvað um Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, þá sem öðrum fremur stefndu landinu í þessa átt?
Geir en ekki Davíð – er það að virka?