fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Ný hugsun í húsnæðismálum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. september 2010 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Guðmundsson sendi þessar línur.

— — —

Í Silfrinu um daginn sýndi Chris Martensson athyglisvert graf um hvernig kaupmáttur og fasteignaverð fylgist að í sögulegu samhengi. Þegar verðið rýkur langt upp fyrir kaupmáttinn myndast svo fasteignabóla sem springur fyrr eða seinna.

Hvar er Íslenskur fasteignamarkaður staddur á sambærilegu grafi ? Kaupmátturinn er í frjálsu falli og það eru til einhverjar þúsundir af óseldum nýbyggingum. Myndin  af markaðinum skekkist verulega af að fjármálastofnanir liggja á óseldum eignum. Hrina af komandi nauðungaruppboðum eykur enn á óvissuna.

Sá sem fer nýr inn á fasteignamarkaðinn  í dag  skrifar upp á óútfylltan víxil með x mörgum núllum.  Vandséð er að nokkur eignamyndun eigi sér stað næsta áratuginn eða svo. Í besta falli “leigir “ viðkomandi húsnæðið af viðkomandi fjármálastofnun.

Í íslensku fasteignabólunni var mestallt nýtt húsnæði byggt dýrt til að selja enn dýrara. Verð á nýbyggingu samanstendur af lóðarkostnaði, byggingarkostnaði og hagnaði bygingaraðila. Allir þessir þættir fóru úr böndunum í þenslunni.
Enn er engan veginn búið að snúa niður af þessu.

Í núverandi stöðu hlýtur einhverskonar ný útgáfa af verkamannabústöðum að vera amk. hluti af svarinu. Bankarnir eru fullir af innlendu fé á negatívum vöxtum. Má ekki breyta einhverju af þessu fé í leiguhúsnæði ? Þó öllu óseldu húsnæði yrði breytt í leiguhúsnæði , þá  mætti bæta þúsundum leiguíbúða á markaðinn til að hlutfallið yrði svipað og á norðurlöndum.

Til að geta leigt út ódýrt þarf  að byggja hagkvæmt. Þetta er hægt núna, það er til nóg af mannskap, lóðum og ódýru fjármagni, sem annars kostar peninga inn í kerfinu.

Lífeyrissjóðir, verkalýðsfélög og sveitarfélög geta komið að þessu, eins og þekkist víða erlendis.

Flest ungt fólk sem flýr kreppuna mun búa í leiguhúsnæði erlendis. Eðlilegur  Íslenskur leigumarkaður eykur líkurnar á að endurheimta þennan mikilvæga aldurshóp fyrr en ella.  Ávinningur væri líka að tæma óíbúðarhæft húsnæði svo sem bílskúra, reiðhjólageymslur, iðnaðarhúsnæði osfrv. Þetta er enn furðu algengt og oft leigt út svart.

Þörf er á nýrri hugsun í húsnæðismálum.

Guðmundur Guðmundsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi