Kínverjar reyna að stöðva mynd um Tíbet á kvikmyndahátíð í Reykjavík.
Réttu viðbrögðin eru náttúrlega að fjölmenna á myndina – helst með tíbetska fána.
Myndin nefnist When the Dragon Swallowed the Sun.
Um hana segir:
„Af hverju er ekki búið að frelsa Tíbet? Hver stendur í vegi fyrir því leyst sé úr málum? Í þessari heimildarmynd er leitast við að svara þessum spurningum og skilja hvers vegna heiminum hefur ekki tekist að leysa vanda Tíbetbúa og annarra sem standa frammi fyrir öðrum svipuðum málum. Hvað er í raun hægt að gera? Á meðal þeirra sem fram koma í myndinni eru stórleikarinn Richard Gere, Desmond Tutu og Dalai Lama. Þá leikur tónlistin stórt hlutverk í myndinni, en þeir Thom Yorke, Damien Rice og Philip Glass voru fengnir til að semja hana. Þá er gaman frá því að segja að eitt laga Bjarkar Guðmundsdóttur hljómar í myndinni, en Björk er ekki vön að leyfa notkun á tónlist sinni í kvikmyndum nema um sérlega vönduð verk sé að ræða.“
Myndin er sýnd í Iðnó í kvöldkl. 20:30. Þá verða sýningar á myndinni annað kvöld og á miðvikudagskvöld í Bíó Paradís, og hefjast þær kl. 22. Ein sýning verður á myndinni í Hafnarhúsinu hinn 1. október kl. 16.
Hér má sjá brot úr myndinni:
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=notONqk7dFU]