fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Þorvaldur Lúðvík: Fjármagnið safnar mosa

Egill Helgason
Sunnudaginn 26. september 2010 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Saga Capital var í viðtali í Silfrinu áðan. Hann var að tala um mikilvæga hluti í endurreisn efnahagslífsins – meðal þess sem hann nefndi var að hér væri til fullt af fjármagni en það væri ekki að nýtast – það væri að „safna mosa“ eins og hann orðaði það. Meðal þess sem Þorvaldur taldi að þyrfti að gera var að:

1. Lækka vexti meira.

2. Afnema tryggingu ríkisins á bankainnlánum.

3. Flýta endurreisn fyrirtækja.

4. Lækka ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða.

5. Afnema verðtryggingu.

6. Minnka bankakerfið.

Eins og kom vel fram í tölum sem Hjálmar Gíslason sýndi í þættinum virðist kreppan ekki ætla að verða eins djúp og óttast var. Hins vegar stefnir í að hún dragist á langinn. Ein ástæða þess er að það vantar fé til fjárfestinga.

Síðan er hitt eins og Hjálmar benti á að þótt kaupmáttur hafi ekki færst nema aftur til þess sem hann var á árabilinu 2002 til 2004, þá tvöfaldaðist skuldabyrðin á stuttu tímabili – fólk hefur semsagt færri krónur en áður til að borga miklu meiri skuldir.

Glærur Hjálmars má sjá með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást