Benny Anderson er flottur gæi.
Hann var náttúrlega hljómborðsleikari í Abba og lagahöfundur.
Hann hefur lengi haldið úti hljómsveitinni Benny Anderson Orkester. Þetta er fjölmenn sveit sem spilar meðal annars þjóðlega sænska tónlist, hún fer í vinsælar hljómleikaferðir á sumrin og leikur þá oft undir dansi. Í sveitinni eru bæði harmonikkuleikarar og fiðlungar.
Nú bregst Benny reiður við þegar Þjóðarflokkurinn í Danmörku notar – misnotar – lag hans Mamma mia.
Svona eiga bændur að vera.