Góður vinur minn, Gunnar Þorsteinsson, var þýðandi þáttanna X-files.
Þar komu fyrir mörg heiti sem voru framandleg.
Eitt orðið sem Gunnar þurfti að glíma við var abductee. Það er sá sem hefur verið rænt af geimverum.
Gunnar byrjaði á að prófa orðið „geimgísl“. Hann var ekki ánægður með það.
Þá fann hann upp orðið „numi“ – það er sá sem hefur verið numinn brott.
Nú sýnist mér fólk vera farið að spyrja hvort Ögmundur Jónasson sé ef til vill numi?