fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Gyllinsetur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. september 2010 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson dró upp þennan fróðleiksmola úr Þykkskynnu, bók með sunnlenskum þjóðsögum eftir Helga Hannesson sem Bjarni Harðarson gaf út fyrir nokkrum árum.

Þátturinn fjallar um Gunnstein gula í Hlíð og Gyllinplásturinn hans. Viðurnefnið hlaut Gunnsteinn af því hann var svo gulur í framan. Sagan segir frá því þegar Gunnsteinn var fertugur vinnumaður í Hlíð í Skaftártungu 1816:

Gunnsteinn guli var forn í háttum enda barn átjándu aldar. Einn læknisdóm iðkaði hann títt og trúði á. Hefur að líkindum lært hann hjá eldri kynslóð. Læknislist hans var einföld og ódýr í framkvæmd, en þætti að líkindum óhrjáleg nú á dögum. Fyrst tók hann saur sinn og hrærði út í þunna leðju. Henni makaði hann á sig hátt og látt [svo]. Byrjaði oftast nær á andlitinu. Utan yfir þennan áburð smurði hann sméri eða floti. Að síðustu kallaði hann á hund sinn og bauð honum að sleikja kámið af sér. „Futi, Futi,“ sagði hann og benti seppa á hvar vansleikt væri. Oft var hundurinn lystarlítill eða latur að sleikja. Enda ilmaði Gunnsteinn stundum illa. Heilsubótaraðgerð þessa iðkaði hann æfinlega að morgni dags. Hann nefndi þennan læknisdóm Gylliniplástur – og taldi hann vera margra meina bót. Ef einhver kvartaði um kvilla sína, gikt eða ellilúa, var viðkvæði Gunnsteins oftast á þessa leið: Þetta er af því að þú notar ekki Gylliniplásturinn.

Gunnsteinn guli andaðist níræður 1866. Ekk verður hér úr því skorið hve mikinn þátt Gylliniplásturinn góði átti í langlífi hans.

Þórunn gamla Sigurðardóttir húsfrú í Lambhaga á Rangárvöllum var ung í Hlíð – og samtíða Gunnsteini gömlum. Þau voru bæði látin sofa í fjósi. Hún horfði oft á smurningu hans – og hefur sagt frá þessu.

Einhverjir sem kommenteruðu á Facebook síðu Guðmundar Andra stungu upp á því að sett yrði á laggirnar Gyllisetur – og væri það í anda ýmissa læknisdóma sem nú eru stundaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum
Gyllinsetur

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist