Andri Geir Arinbjarnarson skrifar um krónuna og vexti. Segir meðal annars:
„Þetta er auðvita okkar dásamlegu krónu að þakka. Með henni er hægt að handstýra öllu, fyrst eru taxtalaun lækkuð um helming (mælt í evrum) og Ísland gert að láglaunalandi til að viðhalda samkeppnishæfni og til sporna við atvinnuleysi og svo eru áhættumetnir raunvextir keyrðir niður undir núllið og sparifjáreigendur (og þá sérstaklega eldri borgarar) eru skikkaðir (eða plataðir) til að niðurgreiða innlenda fjármögnun, þökk sé gjaldeyrishöftum og lélegri neytendaráðgjöf.“