Í Kiljunni í kvöld verður, eins og áður er komið fram, seinni hluti skáldarölts okkar Guðjóns Friðrikssonar um Þingholtin. Við förum um Spítalastíg, Ingólfsstræti, Grundarstíg og niður áLaufásveg.
Við heyrum brot úr ljóðabók eftir Berg Ebba Benediktsson sem nefnist Tími hnyttninnar er liðinn.
Nýjir gagnrýnendur þáttarins verða kynntir til sögunnar, þau Þorgerður E. Sigurðardóttir og Illugi Jökulsson. Þau verða annan hvern miðvikudag á móti Kolbrúnu og Páli.
Þorgerður og Illugi fjalla um Ranghugmyndina um guð eftir Richard Dawkins og skáldsöguna Makalaus eftir Tobbu Marinós.
Bragi segir frá manninum sem túlkaði fyrir Hitler, en settist svo að á Íslandi.
Einar Benediktsson kemur nokkuð við sögu í Kiljunni í kvöld, myrkfælni hans og samskipti hans við tengdamóður sína, Margréti Zoëga. Þau þoldu ekki hvort annað.