Í Kiljunni á morgun höldum við Guðjón Friðriksson áfram rölti okkar um skáldaslóðir í Þingholtunum. Meðal skálda og rithöfunda sem koma við sögu eru Einar Benediktsson, Torfhildur Hólm, Hannes Sigfússon, Elías Mar, Þorsteinn Erlingsson og Þórbergur Þórðarson.
Nýir gagnrýnendur koma á vettvang, þau Þorgerður E. Sigurðardóttir og Illugi Jökulsson.