Í raun finnst manni blasa við eftir atburði síðustu daga að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fari aftur saman í ríkisstjórn. Þessir flokkar voru saman í ríkisstjórn í hruninu og virðast enn vera nokkuð sammála um að ábyrgð þeirra sé fjarska lítil.
Í leiðara Moggans í dag er sagt að þingmenn VG hafi hrópað „stjórnarslit, stjórnarslit!“ í þinginu í gær, en það mun reyndar vera ofmælt.
Þeir voru hins vegar mjög reiðir.
Annar möguleiki er að efna til kosninga. En á það hefur verið bent að þingmenn þora ekki í kosningar vegna Bestaflokks-áhrifanna. Þeir eru hræddir um að fram komi nýtt framboðsafl sem muni sópa þeim út af þingi – og það er fullt tilefni til.