Það er merkilegt að sjá hvað er að gerast í þinginu varðandi landsdóminn.
Samfylkingin er á harðahlaupum frá málinu. Það er mikill samhljómur milli Jóhönnu Sigurðardóttur og Ólafar Nordal, varaformanns Sjálfstæðisflokksins.
Jóhanna er gamall krati sem hefur verið á þingi síðan 1978, Ólöf er frekar nýlegur þingmaður en hún er vel innmúruð í valda- og viðskiptaaelítu landsins.
Nefnd þingmanna var falið að kanna hvort væru forsendur fyrir því að draga ráðherra fyrir landsdóm. Meirihluti hennar komst að þeirri niðurstöðu.
Nú virðast hverfandi líkur á að þessi leið verði farin – og nefndin sem var skipuð af öllum stjórnmálaflokkum og átti að njóta fulls trausts og sjálfstæðis er skilin eftir úti á sjó.