fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Elías: Að sitja alltaf uppi með Svarta-Pétur

Egill Helgason
Föstudaginn 17. september 2010 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elías Pétursson verktaki sendir þessa grein.

— — —
Sæll Egill,

Nú hefur Hæstiréttur kveðið upp sinn dóm, og tekið sér vaxtaákvörðunarvald í samræmi við óskir stjórnsýslu og ríkisstjórnar. Enn einu sinni fæ ég Svarta Pétur….og enn er það gert í nafni þjóðarhags og bankakerfisins, sem er jú okkar undirstöðuatvinnugrein. Enda voru seðlabankastjóri og forstjóri svo glaðir í gær að þeir áttu í vandræðum með sjálfa sig.

Eitt er þó nýtt núna, það er að stjórnvöld gera augljósan mun á einstaklingum og fyrirtækjum. Sem er svo sem skiljanlegt segja sumir, og taka undir orð viðskiptaráðherra um að þar fari útrásarvíkingar og stórfyrirtæki með góðar gengisvarnir…og ekki ætlum við að láta þau græða! Enda voru þau gerendur í hruninu, og öll getum við verið sammála um að ekki ætlum við að láta Hannes og hans „makkera“ moka fé frá almúganum.

Þetta var allt mjög flott gert hjá Árna Páli, sá ég jafnvel í einu blaðanna að tilvonandi lög hans hafa hlotið nafngiftina „sanngirnislögin“….sem segir manni að í það minnsta einn blaðamaður keypti vel æfðan áróðurinn. Sló þó flest út þegar ráðherrann mætti í Kastljósið í gær og setti glæsilegt íslandsmet í frasaburði stjórnmálamanna.

Það er einn megingalli á þessari röksemdafærslu viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar um vondu fyrirtækin sem ekkert gott eiga skilið. Það voru ekki öll fyrirtæki í útrás og eða bréfaskiptaklúbbi skuldabréfanna. Meirihluti fyrirtækja voru nákvæmlega jafnsett almenningi varðandi lán og aðgengi að sérfræðiþekkingu. Ríflega 97% eru það sem kalla má lítil fyrirtæki með innan við 50 starfsmenn, og 90% fyrirtækja eru svokölluð örfyrirtæki það er með innan við 10 starfsmenn.

Lítil og meðalstór fyrirtæki eru stærsti vinnuveitandinn á íslandi. Upp undir helmingur launafólks, eða á bilinu 80-90 þúsund manns, starfar hjá litlum og meðalstórum einkafyrirtækjum. Þar af má áætla að um helmingur eða í kringum 40 þúsund manns starfi hjá örfyrirtækjum.

Áætla má að á bilinu 25-27 þúsund lítil og meðalstór fyrirtæki séu starfrækt (virk í rekstri) hérlendis. Þar af eru örfyrirtæki á bilinu 22-23 þúsund. Þessar upplýsingar eru frá miðju ári 2009 úr skýrslu Verslunarráðs sem ber heitið Hugsum smátt – Lítil og meðalstór fyrirtæki. Nú hætta kannski einhverjir að lesa því skýrslan er frá óvininum. En allt um það, í henni er fróðleikur og fróðleikur er til gagns hvaðan svo sem hann kemur.

Á bak við þessi fyrirtæki standa tugir þúsunda fólks bæði með fjölskyldur og án, hjá þessum fyrirtækjum starfa 80 til 90 þúsund manns (2009). Þessi fyrirtæki eru flest hver eins og áður segir jafnsett almenningi hvað varðar lánafyrirgreiðslu. Forystufólk þessara fyrirtækja þarf að setja eigin eignir, hús foreldra og annarra að veði fyrir lánum og fyrirgreiðslu. Þessi fyrirtæki voru ekki í útrás, þau keyptu nokkrar gröfur, prentvél, tölvukerfi eða bíl til útkeyrslu, en viðskiptaráðherrann vil að þau verði hengd til bjargar bönkunum.

Ekki dettur mér í hug að gera um það ágreining við ráðamenn að stórfyrirtæki sem vinna á alþjóðlegum markaði með tekjur í erlendri mynt þurfa ekki á hjálp að halda, hvað þá að ég ætli að óska misgáfulegum „fjárfestingar“fyrirtækjum útrásarinnar hagnaðar af hruninu. En mikið vildi ég að þetta fólk áttaði sig á því að þau þurfa ekki nema dagpart í reglusetningu. Reglusetningu til fyrirbyggingar þess að fyrirtækin sem alla tíð voru byggð á skuldafeni og væntingasandi „græði“ á því að allir standi jafnir frammi fyrir lögum.

Annars er þetta að verða þannig þjóðfélag að ég er eiginlega að hugsa um að hætta að spila með, ég sit jú alltaf upp með Svarta Pétur….

Elías Pétursson
17.09 2010

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar