Dr. Gunni bloggar um Ómar Ragnarsson og Bítlana. Það vill nefnilega þannig til að Ómar og John Lennon eru jafnaldrar. Munar bara nokkrum vikum á þeim.
Ungur söng Ómar hið frábæra lag Bítilæði – hér er smá hljóðdæmi.
Fyrir mörgum árum skrifaði ég grein um ástæðu þess að fjórmenningarnir úr Liverpool voru kallaðir „Bítlarnir“ á íslensku en ekki „The Beatles“ upp á ensku eins og tíðkaðist annars staðar.
Þetta er náttúrlega mjög snjöll hljóðlíking, orðið smellpassar á íslenska tungu og hljómar vel í samsetningum eins og „bítlahár“, „bítlaskór“ og „bítlatíska“.
Eftir því sem ég komst næst í greininni þá var það hugsanlega Ómar sem ber ábyrgð á þessu orði – allavega spratt það upp mjög fljótlega eftir að Bítlarnir komust á sjónarsviðið og þá í skemmtiatriðum og Ómars. Hann kveikti snemma á „bítlaæðinu“.