fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Ólga vegna páfaheimsóknar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. september 2010 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ratzinger páfi er á leið í opinbera heimsókn til Bretlands og hún vekur ekki almenna hrifningu. Páfinn er að fá mjög vonda pressu eins og sagt er. Bæði er það að kirkja hans hefur staðið í ljótum og erfiðum málum og eins hitt að trúleysingjar eru herskáir á Bretlandi og eiga sér framúrskarandi snjalla málsvara eins og Richard Dawkins og Stephen Fry.

Þessir tveir eru í hópi tuttugu og fimm einstaklinga sem rita áskorun þar sem segir að ekki eigi að heiðra páfann með opinberri heimsókn. Er þar meðal annars vísað í afstöðu kirkjunnar til getnaðarvarna, samkynhneigðra og fóstureyðinga.

Meðal annarra sem skrifa undir þessa yfirlýsingu eru rithöfundarnir Philip Pullman, Terry Pratchett og Ken Follett.

Kardínálinn Walter Kasper svaraði í sömu mynt og sagði að stundum væri Bretland eins og ríki í þriðja heiminum. Þar ríkti árásargjarnt trúleysi – og stundum þyrftu jafnvel þeir sem flygju með British Airways að sæta misrétti vegna þess að þeir bæru krossa.

Nú hefur verið tilkynnt að Kasper kardínáli fari ekki með í Bretlandsheimsóknina eins og ætlað var og er borið við heilsufarsvandræðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS