Christine O´Donnell, teboðskonan unga, sem verður frambjóðandi Repúblikana í öldungadeildarkosningum í Delaware – og er líkleg til að vinna sætið – er fyrrum eldheit baráttukona gegn….sjálfsfróun. Þetta má sjá á þessu myndbandi.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=RzHcqcXo_NA]
Teboðshreyfingunni vex sífellt ásmegin í bandarískum stjórnmálum. Það er spurning hvort afgangurinn af heiminum þurfi ekki að fara að gera einhvers konar viðbragðsáætlun um hvað gera skuli ef þetta lið kemst til valda.