fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Um landsdóm

Egill Helgason
Sunnudaginn 12. september 2010 23:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist vera að margir séu að tjá sig um landsdóm án þess að hafa kynnt sér málið.

Um landsdóm er fjallað í 14. grein stjórnarskrár íslenska lýðveldisins.

Síðast var lögum um landsdóm breytt 1963, en þá var dómendum fækkað úr þrjátíu í fimmtán. Í dómnum sitja fimm hæstaréttardómarar, en forseti Hæstaréttar er forseti landsdóms, dómsstjórinn í Reykjavík, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands og átta menn kosnir af Alþingi. Það staðfestir tilvist landsdóms að Alþingi kýs reglulega fulltrúa í dóminn, síðast var kosið í hann vorið 2005.

Árið 2001 flutti Jóhanna Sigurðardóttir þingsályktunartillögu um að lögum um landsdóm yrði breytt eða hann felldur niður. Tillagan fékk engar undirtektir.

Þannig að lögin um landsdóm standa enn þótt einhverjum kunni að finnast þetta fyrirkomulag úrelt. Það er þó bara persónulegt álit þeirra.

Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman á Íslandi, enda hefur verið hefð fyrir því hérna að ráðherrar geti farið með vald sitt eins og þeim sýnist – og komist upp með það.

Í Danmörku er hins vegar hefð fyrir landsdómi – en talið er að íslensku lögin um landsdóm séu byggð á þeim dönsku.

Danskur landsdómur var kallaður saman 1995 í hinu svokallaða Tamílamáli, en þá var Erik Ninn Hansen dómsmálaráðherra dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi.  Þetta var ekki undanfari einhverra stórkostlegra pólitískra ofsókna í Danmörku.

Þess má geta að máli Ninn Hansen var skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu, en hann vísaði því frá.

Það má endalaust deila um gildi þess að kalla stjórnmálamenn fyrir landsdóm fyrir afglöp í starfi. Það er ekki glæpur að vera lélegur stjórnmálamaður. En lögin eru til staðar. Og líka lög um ráðherraábyrgð. Svo má auðvitað segja að það sé skítt að einungis þetta fólk sé tekið fyrir, en aðrir sleppi sem ekki bera minni ábyrgð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi