Jóhanna Sigurðardóttir segist hafa íhugað úrsögn úr þjóðkirkjunni.
Það er auðvitað ekkert sem segir að íslenskur forsætisráðherra þurfi að vera meðlimur í þjóðkirkjunni. Hann getur þess vegna verið trúlaus, búddisti, múslimi eða gyðingur.
Hins vegar er staða forseta gagnvart þjóðkirkjunni flóknari, en um það var talsvert rætt þegar Ólafur Ragnar Grímsson bauð sig fyrst fram sem forseta. Þá var gert talsvert mál úr meintu trúleysi hans.
Forsetanum er þó ekki skylt að vera í þjóðkirkjunni ef marka má þessa grein sem birtist í Morgunblaðinu árið 1996. Þar segir hins vegar að hann eigi að styðja hana og vernda.
Annars má vísa tvo pistla sem varpa ljósi á vandamál kirkjunnar.
Annar er pistill Séra Baldurs Kristjánssonar frá því í gær. Baldur lýsir ágætlega ástandinu sem ríkti í kirkjunni á tíma Ólafs Skúlasonar
Og hinn birtist á síðunni Vantrú en þar má lesa nokkur brot úr ævisögu Ólafs.