Hagfræðingurinn frægi Fredrick Mishkin skrifaði skýrslu um íslenska hagkerfið árið 2006 sem hefur rýrt álit hans mjög. Hér er bútur úr viðtali við Mishkin þar sem hann er í mjög vandræðalegri stöðu, hann játar að hafa trúað að stofnanir íslensks samfélags væru traustar sem og Seðlabankinn, en þetta hafi reynst rangt.
Það er bent á að Mishkin hafi breytt nafninu á skýrslunni í ferilskrá sinni úr Financial Stability in Iceland í Financial Instability in Iceland – og einnig er minnt á að Mishkin hafi fengið háar fjárhæðir greiddar fyrir skýrsluna frá íslenskum aðilum sem áttu hagsmuna að gæta að fegra stöðuna.
Myndbandið má sjá með því að smella hérna.