fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Sveinn Valfells: Brennuvargar gagnrýna

Egill Helgason
Mánudaginn 23. ágúst 2010 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skal upplýst hérna að höfundur lesendabréfs sem birtist hér á síðunni fyrir nokkrum dögum er Sveinn Valfells, íslenskur raunvísindamaður sem hefur lært í háskólum í Bandaríkjunum en býr nú í Lundúnum. Sveinn var gestur í Silfri Egils á síðasta ári. Sveinn er bæði menntaður í eðlisfræði og hagfræði. Sveinn er alveg óhræddur við að tjá skoðanir sínar og það var ég sem tók nafn hans út – hefði kannski ekkert þurft að gera það.

Sveinn bætir um betur og skrifar grein í Fréttablaðið í dag um sama efni – gengislánin umtöluðu. Greinin sem ber yfirskriftina Brennuvargar gagnrýna er svohljóðandi:

— — —

„Ýmsir krefjast afsagnar viðskiptaráðherra fyrir meint afglöp í tengslum við mat á gengistryggðum lánum, svokölluðum myntkörfulánum. Ekki sakar að rifja upp aðdraganda málsins.

Í lögum númer 38 frá 28/05/2001 stendur að heimilt sé að verðtryggja lán og sparifé með vísitölu neysluverðs og hlutabréfavísitölur. Ekki er minnst á aðrar vísitölur. Mánuði áður en frumvarp var samþykkt mótmælti fulltrúi fjármálafyrirtækja að verðtrygging yrði takmörkuð við þessar tilteknu vísitölur. Fjármálafólk vissi gjörla í hvað stefndi. Núverandi forsætisráherra líka, hún sat í efnahags- og viðskiptanefnd.
Frumvarpið var stjórnarfrumvarp ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Þeir voru enn við völd haustið 2005. Þá skipaði hinn síðarnefndi hinn fyrrnefnda seðlabankastjóra. Skömmu áður hafði nýr forstjóri Fjármálaeftirlits verið ráðinn.

Ætla mætti að sömu fjármálafyrirtæki og mótmæltu takmörkun verðtryggingar hefðu haldið sig við leyfðar vísitölur. Svo var ekki. Árið 2005 höfðu þau um nokkurt skeið boðið upp á lán tengd gjaldeyrisvísitölum. Ætla mætti að nýskipaðir stjórnendur Seðlabanka og FME sem sátu í umboði sömu ríkisstjórnar hefðu fljótlega skipt sér af lögbroti fjármálafyrirtækjanna. Svo var ekki. Og fyrirtækin héldu áfram að veita ólögleg lán með vísitölum tengdum erlendum gjaldmiðlum.

Myntkörfulán eru einfaldlega erlend lán. Lán í erlendri mynt til íslenskra viðskiptavina eru ekki „raunveruleg eign í erlendri mynt“ samkvæmt þekktum hagfræðikenningum sem bent er á í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt henni voru þau samt færð til bókar sem eign í erlendri mynt hjá fjármálafyrir-tækjum sem lutu eftirliti Seðlabanka og FME. Þrátt fyrir lága vexti er lán í erlendri mynt mjög áhættusamt ef tekjur og eignir á móti eru í sveiflukenndri smámynt, höfuðstóllinn getur hækkað mikið og snögglega. Þetta voru og eru augljós sannindi í fjármálafræðum.

En sérfræðingar bankanna hjálpuðu íslenskum neytendum að leggja þessa snöru um háls sér. Margir neytendur hafa eflaust verið grunlausir þótt sumir hafi líka viljandi tekið sjénsinn. Á erlendum vettvangi eru viðskipti með stóra gjaldmiðla umfangsmikil og ópersónuleg, fáir hafa áhrif á markaði. Í hinu örsmáa hagkerfi Íslands gegnir öðru máli. Þegar innstreymi gjaldeyris þraut og ljóst var að leiðrétting krónunnar var í vændum lögðust innherjar bankanna á eitt að hjálpa til við að fella gengið. Um leið hengdu þeir marga vini, ættingja og nágranna í snöru myntkörfulána.

Fjármálakerfið er rjúkandi rúst, gjaldmiðillinn er ónýtur, mörg heimili og fyrirtæki gjaldþrota. Öllum er ljóst hvað gerðist. Innherjar létu greipar sópa í fjármálafyrirtækjum. Ríkisstjórn, Alþingismenn og eftirlitsaðilar voru ýmist skeytingarlaus eða tóku þátt í leiknum. Seðlabanki og Fjármálaeftirlit sýndu sérstaklega vítavert aðgerðarleysi í aðdraganda hrunsins.

Vissulega má gagnrýna nýskipaðan utanþingsráðherra fyrir að hafa yfirsést sum minnisblöð um lögfræðileg álitamál tengd einum flokki útlána gjaldþrota fjármálastofnanna. En að krefja hann um afsögn er í besta falli hrænsi, í versta falli tilraun til að beina athygli og ábyrgð frá gerendum hrunsins og varpa skuld á björgunarfólk. Ekki síst þegar krafan kemur frá þeim sem áttu að gæta almannahagsmuna í aðdraganda hrunsins. Brennuvörgum fer illa að gagnrýna slökkviliðsmann þó hann sprauti óvart aðeins út í loftið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu