Kær nágranni fjölskyldu minnar í Ásvallagötu var Stefán Karlsson handritafræðingur.
Stefán hafði búið í Kaupmannahöfn og þegar hann flutti til Íslands um 1970 fór hann ferða sinna á reiðhjóli.
Það þótti skrítið í þá daga.
Stefán kom einu sinni í sjónvarpið og sagði frá því að börn hefðu gert hróp að sér. Þau kölluðu:
„Bang bang kommúnisti bang bang!“
Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og maður verður æ sjaldnar var við að sett sé samasemmerki milli kommúnisma og hjólreiða.
Meira að segja íhaldsmaðurinn Boris Johnson, borgarstjóri í Lundúnum, er ákafur hjólreiðamaður. Öldungardeildarþingmaðurinn Ron Paul hjólar líka.
Einstaka sinnum sér maður þessu þó bregða fyrir, til dæmis í þessum pistli. Þar er reyndar athyglisvert að sjá hver er í hlutverki kommúnistans, en það er enginn annar en hjólreiðamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson.